Laugardagur, 11. júlí 2015
BANKARNIR RÝJA OKKUR
Ţađ, hvernig bakarnir raka saman milljarđatugum og hundruđum, segir okkur ađ ţeir séu reknir af fullkominni fúlmennsku. Engin önnur atvinnugrein býr viđ svo takmarkalausa sjálftöku. Og ekki eru viđskiptavinirnir ofsćlir af ađ halda bankakerfinu gangandi.
Merkilegt er hvađ ţjóđfélagiđ er umburđarlynt viđ ţessa kvalara sína. Varla ađ nokkur hósti né stynji, sama hversu kraminn er.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. júlí 2015
FRÉTTASTOFUR FÍFLAĐAR
Skyndilega birtist Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson forsćtisráđherra eins og jóltré um mitt sumar, umluktur kínverjum í álversham. Tveir herramenn undirrita viljayfirlýsingu um álver í landi Hafursstađa í Skagabyggđ. Myndin er ekki tekin á stađnum, heldur í Ráđherrabústađnum viđ Tjörnina í Reykjavík.
Fréttastofurnar gleypa ţetta hrátt. Í tvo sólarhringa voru sömu fréttirnar af ţessu lesnar og skrifađar. Auk ţess ađ vita mest litiđ um máliđ var misfariđ međ hvar ţessir Hafursstađir eru. Sumir fjölmiđlarnir ef ekki fleiri en fćrri, nefndu Skagafjörđ! Og grautuđu sveitarfélögunum á Norđurlandi vestra í eina kös.
Eftir öll mín ár í fréttamennsku finnst mér ţađ alltaf dapurlegt ţegar kollegar mínir vita ekki um hvađ ţeir eru ađ fjalla. Í mínu kerfi ganga stađreyndir fram yfir hugmyndir. Ađ vita ekki hvar hvađ er á landinu í nútíma netumhverfi er dauđasök fréttamanns!
Hafursstađir í Skagabyggđ gjalda ţess hugsanlega í ţessu tilviki ađ Skagabyggđ er nýlegt sveitarfélag, myndađ úr tveim sveitarfélögum norđan og sunnan viđ Skagaströnd. Jörđin er örstutt frá Skagaströnd, nokkrum kílómetrum norđar en Blönduós. Auđgúggluđ!
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. júní 2015
HUGMYNDANAUĐ
Ég styđ afstöđu Sigríđar Á. Andersen og rökstuđning hennar.
Ein gegn Jafnréttissjóđi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 4. júní 2015
Svanur S. Svansson er týndur
Nýfćddur Svanur Svandísar- og Svansson, sonur álftaparsins ţekkta á Bakkatjörn er týndur. Hann birtist á sundi međ foreldrunum á sunnudaginn var, 31. maí. Síđast í gćrmorgun sá ég pariđ međ afkvćmiđ á einhverjum villigötum í sefi vestast í tjörninni, viđ bakkann. En síđan ekki söguna meir. Nú eru hjúin ein, en láta eins og ekkert hafi í skorist.
Svo er ekki víst ađ unginn hafi veriđ karlkyns og hafi ţví í rauninni fćđst sem Svandís S. Svansdóttir. En ţađ býttar engu. Unginn er týndur.
Ég hef fylgst međ fuglalífinu á og viđ Bakkatjörn og víđar viđ líkar ađstćđur örugglega alla ćfi Svandísar. Ekki sem sérstakur fuglaskođari og án nokkurrar ţekkingar á fuglategundum. Les mér til ef ástćđur kalla eđa hef samband viđ Náttúrustofu Kópavogs sem lítur eftir vötnunum kring um Reykjavík og fuglunum ţar međ. Ţađ hefur ýmislegt drifiđ á dagana hjá frú Svandísi. Og ef nýjasti unginn er týndur, er ţađ ekki í fyrsta sinn.
Erindi mín eru ađ njóta náttúrunnar, sem ég móta í mínum römmum, kynna afkomendum mínum ţetta nćrlíf viđ fugla og fiska á međan afkomendurnir eru nógu ungir til ţess ađ gleypa viđ ţessum áhuga mínum, og ennţá til í ađ gefa bíbí brauđ eđa veiđa hornsíli eins og fuglarnir.
Hvar er ungi Svandísar? | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Miđvikudagur, 29. apríl 2015
ALŢINGI ER UNDUR VERALDAR
Ţađ er margt ef ekki flest sem er undarlegt viđ Alţingi. Núna er sent út frá ţingfundum í Sjónvarpinu og á sjónvarpsrás ţingsins en engu útvarpađ. Sjónvarpsútsendingarnar eru tćknilega í ćtt viđ Síđasta bćinn í dalnum. En leikurinn afleitur, enda er ţingiđ óskipuleg kaos eins og ţađ hefur veriđ áratugum saman.
Mér ţćtti gaman ađ fá álit leikstjóra á uppsetningunni ţar sem rćđumenn standa beint framan viđ forseta, hćkka gólf rćđustólsins eđa lćkka eftir eigin hćđ og svo má lengi telja. Ţá fá ţingmenn einkabloggrćđutíma í hverri viku, á sjálfu Alţingi. Ţar tala ţeir hreint út í bláinn, enda enginn til svara!
Ég sat á Alţingi sem ţingfréttamađur DV eitt ţing. Ţađ var áđur en ţinginu var breytt úr ţrem málstofum í eina. Bćđi fyrr og síđa hef ég fylgst ţokkalega međ í pólitíkinni. Hún hefur átt misjafna tíma, en af einhverjum ástćđum hefur skipulag ţingstarfa og ţinghaldiđ sjálft ekki náđ ađ rífa sig upp á ţađ plan sem nútíma stjórnunarhćttir og almannarómur samţykkja.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. apríl 2015
JÓNAS ER FYRIRMYND!
Bloggheimar eru í djúpum skít. Töluverđ hjörđ hefur í rauninni yfirtekiđ umrćđuna á neikvćđum nótum, stóryrt og fordómafull. En ţađ er ekki leiđum ađ líkjast, eđa hvađ? Jónas Kristjánsson fyrrum ritstjóri DV hefur ausiđ úr skálum sínum á www.jonas.is um árabil. Sérvitur, fordómafullur, stórorđur og dómharđur. Nánast allir sem honum líkar ekki viđ eru bófar og bófaflokkar.
Hann skrifar yfirleitt ţrjá níu línu pistla á bloggsíđu sína á dag, sem eru hlađnir fordćmingum en fátćkir af úrbótahugmyndum. Og er ekki til viđrćđu viđ lesendur, ţetta er bođskapur haleljúa. Af einhverjum ástćđum hefur ţjóđin ekki almennt tekiđ mark á ţví sem Jónas hefur fćrt fram um áratugi, en ţađ er talsvert. Ţegar hann er nú loksins fullorđinn leggst hann í stríđ viđ alla.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţriđjudagur, 21. apríl 2015
VIĐ GAMLINGJARNIR SVIKNIR
Fyrir síđustu ţingkosningar sendi Bjarni Ben. mér og öđrum gamlingjum í kjördćmi hans sérstakt bónorđsbréf. Ef ţiđ kjósiđ mig og ţar međ flokkinn minn verđa kjör ykkar leiđrétt svona og svona, í nokkrum tölusettum liđum. Nú komst Bjarni međ flokkinn sinn í ríkisstjórn og ţar međ ađstöđu til ţess ađ efna ţessi fyrirheit frá ţví fyrir kosningar. En hann hefur heikst á ţví hvađ varđar ţá gamlingja sem eru eignalausir og hafa ekkert nema lífeyristekjur.
Ţegar mér fannst óhćfilegur tími liđinn án efnda, hafđi ég tölvubréfasamband viđ blađafulltrúa ríkisstjórnarinnar og í framhaldinu viđ Svanhildi Hólm ađstođarmann Bjarna Ben. Ég var ţá ađeins ađ spyrja hvađ ţví liđi ađ kosningaloforđin gagnvart mér yrđu efnd. Ţetta var í nóvember 2013. Ţví er skemmst frá ađ segja, ađ skrifleg vilyrđi Svanhildar um svör hafa ekki veriđ efnd enn ţann dag í dag, ţrátt fyrir áminningar!
Tekjur mínar eru ţví ţannig ađ ég fć nánast nakinn ellilífeyri, greiđslur mínar í lífeyrissjóđi eru hirtar eins og ég hafi aldrei borgađ krónu í ţá! Og hef engin svör frá Bjarna Ben. um hvenćr og hvernig hann ćtli ađ efna loforđin sem hann gaf mér fyrir síđustu kosningar. Ţađ er aldeilis reisn yfir kappanum!
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. apríl 2015
KALLINN Á KASSANUM Á ÚTVARPI SÖGU
Kallinn á kassanum var predikari á Lćkjartorgi. Eftirmađur hans er Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu. Hann er stjórnarformađur og skilja má ađ hann sé líka sambýlismađur útvarpsstjórans, sem er eigandi stöđvarinnar. Nefndur Pétur er helsti ţáttastjórnandi Sögu og lćtur ekki deigan síga. Hann er skeleggur pólitíkus og veđur elginn óspart um einkapólitík sína, svo ađ innhringjendur eiga iđulega ef ekki oftast fótum sínum fjör ađ launa, ţegar Pétur er í stuđi.
Ţar á móti eru ađrir innhringjendur, sem hafa flykkt sér um Sögudćmiđ og mćra ţađ í bak og fyrir og eru auđvitađ alltaf sammála Pétri.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. apríl 2015
HALLI THORST MĆTTUR AFTUR Á RÚV
Ţađ er sunnudagsmorgunn 19. apríl og ég er ađ hlusta á helgarvaktina á Rás2 međ Hallgrím Thorsteinsson sem prímus mótor. Heimtan úr helju eftir ađ hafa tekiđ hliđarspor í ritstjórastól DV. Hallgrímur er sjálfur talandi útvarp og á ţar heima, enginn skákar honum í ţví hlutverki.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. apríl 2015
NAKINN UNDIR ÚLPUNNI?
Á myndinni er kappklćddur en ekki nakinn mađur og tilbúin sjóspýja. Eđa var ljósmyndarinn staddur ţarna utan viđ varnargarđinn og náđi ţessari einu spýju upp úr lygnum sjónum?
Nakinn karlmađur á Sćbraut | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)