FÓSTBRÆRAFRAMBOÐ

Er það lýðræðislegt eða bara heppilegt að fóstbræður og skoðansistkyn stjórni alfarið Alþýðusambandinu? Ágætis fólk en einsleitt. Hjá mér klingja ýmsar bjöllur ...


mbl.is Styður Ragnar og sækist eftir embætti á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hver sem er innan stéttarfélaganna er standa að ASÍ getur boðið sig fram til starfa fyrir sambandið. Vonandi mun einhver taka slaginn gegn Ragnari og Vilhjálmi. Það gerir stöðu þeirra sterkari.

ASÍ er staðnað og sokkið í kerfisstjórnun. Fyrir liggur að breytinga er þörf innan þess. Fáir eru betur til þess fallnir að standa að slíkum breytingum og Ragnar og Villi. Báðir þessir menn hafa tekið við aflóga stéttarfélögum, þar sem hver höndin var upp á móti annarri og félögin nánast í rúst. Þeim tókst á undraverðum tíma að sætta flest öfl innan sinna félaga, utan þá er misstu spón úr aski sínum og koma þeim félögum á réttan kjöl.

Auðvitað má kalla þá félaga fóstbræður, ef það yljar einhverjum um hjartaræturnar. Þeir eru vissulega sammála í mörgu af því er snýr að réttindum sinna félagsmanna og hafa staðið vörð þeirra af festu.

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2022 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband