Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

GAGNBYLTING HAFIN Í BORGARTÚNI

   Í mínum huga hefur ţađ veriđ og er ćđsta bođorđ umferđarskipulags ađ ţađ sé einfalt og auđskiliđ. Ađ ţeir sem eru í umferđinni séu ekki sífellt ađ rekast á eitthvađ óvćnt, sem ţarf ađ bregđast viđ skyndilega eđa í tíma og ótíma.

   En ţetta viđhorf á greinilega erfitt uppdráttar eđa ţví er hafnađ hjá ríkinu en ţó sérstaklega sveitarfélögunum. Allt á Íslandi sem taliđ hefur veriđ óteljandi hverfur í rykmekki af fjölbreytni umferđarskipulagins.

   Ţar ćgir öllu saman í frágangi vega og gatna, merkinga, hrađahindrana, gangbrauta og bara svo framvegis. Ţetta er skipulegt kaos, sem útilokađ er ađ nokkur geti veriđ stoltur af, eftir á ađ hyggja.

   Síđustu misseri hafa stjórnendur höfuđborgarinnar brugđiđ á leik viđ ađ stokka upp vissar götur í almennt óljósum tilgangi, alla vega hvađ varđar hag borgaranna og ţeirra sem ţurfa ađ rćkja erindi sín.

    Hofsvallagatan og Snorrabrautin eru í uppnámi, hvor á sinn hátt, Borgartúniđ sem gata er eiginlega ađ lenda í umferđaröngviti. Hringtorgiđ sem nú er veriđ ađ sneyđa niđur bođar vonandi upphaf gagnbyltingar!

  

 


ENN HUNDRUĐ MILLJÓNA Í LANDKYNNINGU

   Á međan landiđ fyllist af erlendum ferđamönnum er enn variđ hundruđum milljóna króna í landkynningu, eins og ekkert hafi í skorist. Nú á loksins ađ verja álíka fé í bráđaviđbrögđ viđ ţví ađ landiđ ber ekki lengur ţetta gullćđi bótalaust. Og er ţetta í alvöru gull sem glóir?

   Ferđaţjónustan er ekki hátekjugrein, nema hvađ? Sumir fleyta rjómann, ađrir lepja undanrennuna. Ţeir eru ekki bara margir, heldur flestir. Svo er enn einn hópurinn sem leikur tveim skjöldum. Er ófeiminn viđ ađ gera út á gullćđiđ en kemur sér hjá ađ segja skattinum frá ţví.

   Ađ svo stöddu vćri heppilegra ađ verja minna fjármagni í landkynningu en meira í ađ verja og bćta landiđ sem ferđamennirnir vilja njóta, og ađ kenna ţeim sem starfa í ferđaţjónustunni réttar leikreglur. Ţeim sem kunna ţćr ekki. Eina algilda mćlingin á árangur er orđsporiđ.

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband