HVAÐ ER NÚ Í GANGI?

  Þetta má vera göfug hugsjón í draumheimum. Tillagan vekur margar spurningar. Af hverju fóru allar þessar jarðir og eru í eyði eða ekki setnar fólki? Eru þær í tengslum við eitthvað af því sem þarf til að lifa á búskap í nútíma þjóðfélagi?

  Líklega má nýta einhverjar jarðir, eina og eina eða fleiri saman, til þess að dikta nýja ævintýrakosti fyrir ferðamenn. En hvort sem er búskapur eða ferðaþjónusta, er varla ókeypis að slá upp slíkum rekstri á eyðibýlum, hvað þá sem borgar sig!

  Við lestur tillögunnar um tilefni hennar og markmið, má helst ímynda sér að smiðir hennar hafi dulræna hæfileika, sem ég hef ekki. Þess vegna spyr ég: Hvað er nú í gangi? 


mbl.is Ríkisjarðir verði teknar í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DAPURLEG BLAÐAMENNSKA

  Leiddir eru fram prófessor í stjórnmálafræði og dósent í sagnfræði og búin til fyrirsögnin Fræðimenn ósammála forseta! Sem var jú prófessor í stjórnmálafræði.

 Þetta er gildishlaðin fyrirsögn sem heldur ekki vatni!


mbl.is Fræðimenn ósammála forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HOLLUSTAN ER EKKI Á MYNDINNI

  Ef myndin á að spegla textann um hollustuna, er þarna bara nammi, snakk og gos. Meiri hollustan! - Allir sem kunna eitthvað í fréttamennsku og kynningu láta ekki taka sig svona í bólinu. Myndin vegur móti fréttinni, ekki með.

  Og hvað er svo hvað í rauninni?

 


mbl.is Háskólabúðin opnuð í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁFALL?

  Fólk verður hinsegin af ýmsum hvötum og lítið við því að gera.


mbl.is Skall á regnbogann á Skólavörðustíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HINSEGIN MERKILEGRI EN HVERSDAGS?

  Hvers vegna er svokölluðum hinsegindögum gert svo hátt undir höfði af hálfu Reykjavíkurborgar og raun ber vitni? Eru þeir svo miklu merkilegri en aðrir dagar að ástæða sé til þess að sérmerkja þá með borgarstjórann í broddi fylkingar?


mbl.is Reykjavík í regnbogalitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ VERÐUR UM VIÐSKIPAVIN 51?

  Þessi kynningaraðferð kann að hafa eitthvert gildi. Alla vega fær hún pláss sem frétt. En hvað hugsar viðskiptavinur 51? Og þeir sem koma á eftir honum? Hverfa þeir ekki vonsviknir frá og koma aldrei aftur? Kleinuhringir fást jú út um allt.

  Ég er ekki mikill spámaður, en fylgist þokkalega með. Þessi markaður sem Dunkin' Donuts ætlar að fóta sig á er tæplega mjög stór út af fyrir sig hér á landi. Ég efast um að þetta verði meira en fremur stutt ævintýri. En vona að spá mín rætist ekki.

  Fyrirtækið hefur jú skuldbundið sig til þess að lifa í minnst ár og gefa 50 kassa af kleinuhringjum í hverri viku. Þetta gera jú 2.600 kassar. En þá er spurningin: Hvað er í kassanum? Alla vega tveir hringir minnst ... eða hvað? Ódýrar pælingar ...


mbl.is Gefa fyrstu 50 viðskiptavinunum ársbirgðir af kleinuhringjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BÆJARINS BESTA - EKKI BESTU

  Skilji ég rétt, er búið að selja útgáfu Bæjarins besta á Ísafirði. En ekki pylsusöluna Bæjarins bestu hér fyrir sunnan. Af hverju fatta blaða- og fréttamenn ekki um hvað þeir fjalla?


mbl.is Engin bylting á Bæjarins besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG HVER ERU SVO LAUNIN?

  Þessi hörkusamningur er góður og blessaður svo langt sem matið á honum nær eftir fréttinni. En í hana vantar aðal áttavitann; hver eru laun þessara starfsmanna, grunnlaun og greidd laun?


mbl.is „Hörkusamningur“ starfsmanna Spalar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÖLMIÐLAR HLAUPA Á SIG

  Á dögunum tilkynnti OLÍS að félagið hefði fengið leyfi til þess að selja tiltekna tegund af íslenskum bjór á þrem sölustöðum, um verslunarmannahelgina. Úr þessu varð mikið írafár í fjölmiðlum og í bloggheimum Fjölmiðarnir hirtu ekki um að kynna sér málið.

  Allt í einu var þetta orðið að byltingu í bjórsölu og stefnan mörkuð um áfengissölu í búðum út um allt. Nú var ísinn brotinn!!! Skipti ekki máli þótt upplýst væri að OLÍS fengi bjórleyfi fyrir veitingastaði sína, sem eru sambyggðir bensínstöðvum.

  Síðan kemur í ljós að N1 hefur haft sambærilegt leyfi um árabil á nokkrum eins stöðum. Augljóslega er bjór seldur á veitingastað á allt öðru verði en í Vinbúðunum. Stormurinn út af þessu máli var ótrúlega hallærislegur og fjölmiðlunum til lítils sóma.


SAMANBURÐUR UM STÖÐU OG MARKMIÐ

  Augljóst er að lífskjör almennings hér standast ekki samjöfnuð við lífskjörin á hinum Norðurlöndunum. Þess vegna erum við í krísu sem vex og vex síðustu og fyrirsjáanleg misseri.

  Merkilegt að ekki liggi fyrir samanburður milli norrænu þjóðanna og þess vegna fleiri þjóða lið fyrir lið, svo að við blasi hvert markmið okkar verður að vera til þess að lifa af!

  Opinber samaburður ætti að liggja fyrir aðgengilegur fyrir alla umræðu, og sömuleiðis ættu alvöru fjölmiðlar og blaðamenn að sjá leik á borði að fræða þjóðina um kostina að hopa eða sækja.

  Í staðinn fyrir að láta sem ekkert sé á meðan fjöldi fólks kveður Ísland til þess að elta grænu grösin hinu megin við hafið, væri tilvalið að setja sér ný markmið um að rífa okkur upp. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband