FRÉTTASTOFUR FÍFLAÐAR

  Skyndilega birtist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra eins og jóltré um mitt sumar, umluktur kínverjum í álversham. Tveir herramenn undirrita viljayfirlýsingu um álver í landi Hafursstaða í Skagabyggð. Myndin er ekki tekin á staðnum, heldur í Ráðherrabústaðnum við Tjörnina í Reykjavík.

  Fréttastofurnar gleypa þetta hrátt. Í tvo sólarhringa voru sömu fréttirnar af þessu lesnar og skrifaðar. Auk þess að vita mest litið um málið var misfarið með hvar þessir Hafursstaðir eru. Sumir fjölmiðlarnir ef ekki fleiri en færri, nefndu Skagafjörð! Og grautuðu sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra í eina kös.

  Eftir öll mín ár í fréttamennsku finnst mér það alltaf dapurlegt þegar kollegar mínir vita ekki um hvað þeir eru að fjalla. Í mínu kerfi ganga staðreyndir fram yfir hugmyndir. Að vita ekki hvar hvað er á landinu í nútíma netumhverfi er dauðasök fréttamanns!

  Hafursstaðir í Skagabyggð gjalda þess hugsanlega í þessu tilviki að Skagabyggð er nýlegt sveitarfélag, myndað úr tveim sveitarfélögum norðan og sunnan við Skagaströnd. Jörðin er örstutt frá Skagaströnd, nokkrum kílómetrum norðar en Blönduós. Auðgúggluð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband