FJÖLMIÐLAR HLAUPA Á SIG

  Á dögunum tilkynnti OLÍS að félagið hefði fengið leyfi til þess að selja tiltekna tegund af íslenskum bjór á þrem sölustöðum, um verslunarmannahelgina. Úr þessu varð mikið írafár í fjölmiðlum og í bloggheimum Fjölmiðarnir hirtu ekki um að kynna sér málið.

  Allt í einu var þetta orðið að byltingu í bjórsölu og stefnan mörkuð um áfengissölu í búðum út um allt. Nú var ísinn brotinn!!! Skipti ekki máli þótt upplýst væri að OLÍS fengi bjórleyfi fyrir veitingastaði sína, sem eru sambyggðir bensínstöðvum.

  Síðan kemur í ljós að N1 hefur haft sambærilegt leyfi um árabil á nokkrum eins stöðum. Augljóslega er bjór seldur á veitingastað á allt öðru verði en í Vinbúðunum. Stormurinn út af þessu máli var ótrúlega hallærislegur og fjölmiðlunum til lítils sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband