Fimmtudagur, 30. júlí 2015
OG HVER ERU SVO LAUNIN?
Þessi hörkusamningur er góður og blessaður svo langt sem matið á honum nær eftir fréttinni. En í hana vantar aðal áttavitann; hver eru laun þessara starfsmanna, grunnlaun og greidd laun?
Hörkusamningur starfsmanna Spalar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rétt há þér að ekki eru miklar upplýsingar í fréttinni, en sé hún að öllu leiti rétt ætti ekki að vera mikið vandamál að reikna út launin fyrir og eftir samningana. Ef launin hækkuðu um 75.000 og það er 20% hækkun, þá hljóta launin eftir hækkun að vera 375.000 þá ættu launin fyrir hækkun að hafa verið 375.000 - 75.000 =300.000. Svo er að sjálfsögðu eftir að reikna skatta og annan frádrátt af þess eins og lög gera ráð fyrir.
Jóhann Elíasson, 30.7.2015 kl. 14:38
20% hækkun á 300.000 eru 60.000 viðbót en ekki 75.000. Ef 20% hækkun gefur 75.000 þá voru launin 375.000 og fara í 450.000.
Ufsi (IP-tala skráð) 30.7.2015 kl. 18:35
Þetta er alveg rétt hjá þér "Ufsi" þarna hefur reiknikúnstin brugðist mér.
Jóhann Elíasson, 30.7.2015 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.