GAGNBYLTING HAFIN Í BORGARTÚNI

   Í mínum huga hefur það verið og er æðsta boðorð umferðarskipulags að það sé einfalt og auðskilið. Að þeir sem eru í umferðinni séu ekki sífellt að rekast á eitthvað óvænt, sem þarf að bregðast við skyndilega eða í tíma og ótíma.

   En þetta viðhorf á greinilega erfitt uppdráttar eða því er hafnað hjá ríkinu en þó sérstaklega sveitarfélögunum. Allt á Íslandi sem talið hefur verið óteljandi hverfur í rykmekki af fjölbreytni umferðarskipulagins.

   Þar ægir öllu saman í frágangi vega og gatna, merkinga, hraðahindrana, gangbrauta og bara svo framvegis. Þetta er skipulegt kaos, sem útilokað er að nokkur geti verið stoltur af, eftir á að hyggja.

   Síðustu misseri hafa stjórnendur höfuðborgarinnar brugðið á leik við að stokka upp vissar götur í almennt óljósum tilgangi, alla vega hvað varðar hag borgaranna og þeirra sem þurfa að rækja erindi sín.

    Hofsvallagatan og Snorrabrautin eru í uppnámi, hvor á sinn hátt, Borgartúnið sem gata er eiginlega að lenda í umferðaröngviti. Hringtorgið sem nú er verið að sneyða niður boðar vonandi upphaf gagnbyltingar!

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband