ALÞINGI Í EILÍFU UPPNÁMI

  Jafnvel reyndir fréttamann býsnast yfir því í allan dag að á dagskrá Alþingis séu 41 mál, sem þeir sem þekkja söguna vita að er alvanalegt. Allt er í uppnámi, sem er líka alvanalegt! Þingmenn skiptast á skotum og þess vegna sprengjum, sem er ennfremur alvanalegt.

  Ég hef fylgst með pólitíkinni síðan ég man eftir mér og er núna 72ja. Var þátttakandi um tíma og seinna einnig um tíma sem blaðamaður í því að fylgjast með stjórnmálum og flytja fréttir meðal annars frá Alþingi í einn vetur. Það var fyrir rúmlega 30 árum.

  Umgerð Alþingis hefur breyst mikið, úr þrem deildum í eina, en vinnulagið er það sama, það er dólað lengst af en síðan er allt í hers höndum undir jól og undir vor! Tala ekki um undir þingkosningar, eins og einmitt núna. Þessi vinnustaður þarf sárlega áfallahjálp.

  En fyrst og fremst að komast til meiri þroska í veruleika og vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband