ÞARF FREKAR VITNANNA VIÐ?

  Sjálfstæðisflokkurinn hrapar áfram undir forystu Bjarna Benediktssonar og í kjölfar landsfundar flokksins, sem var flippuð samkoma og í engum tengslum við þjóðarsálina. Sorgleg staða flokksins, sem á sér traustan grunn og frækilega sögu á sínum tíma, en hefur villst af leið og tapað jarðsambandinu við sína nánustu, hvað þá fjöldann sem ræður.

  Það þykir sannarlega saga til næsta bæjar, að Framsóknarflokkurinn sé orðinn jafn stór og jafnvel stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnunum, nokkrum vikum fyrir þingkosningar. Forysta flokksins reynir að telja fólki trú um að hún tali skýrt um betri framtíð og bættan hag heimila og atvinnulífs. Leiklistardómarnir falla hver af öðrum, í könnunum: Þið eruð á villigötum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband