LÝÐRÆÐISVAKTIN AÐ BROTNA NIÐUR

  Þessar mörgu nýju framboðshugmyndir sem hafa verið kynntar munu fæstar eiga sér langa lífdaga. En þær eru til marks um leitandi fólk, alls konar fólk, sem er ósátt við stöðu sína og leiðtoga þjóðarinnar. Þetta er ekki ný staða, pólitíkin gengur í bylgjum eins og veðrið.

  Liljuframaboðið sam var fagnað í upphafi koðnaði niður og nú er svipað að koma yfir Þorvaldarframboðið, sem hefur varla mælst enn með fylgi en sumir héldu að næði flugi með birtingu framboðslista og stefnu. Aðeins hafa verið birt sex efstu nöfn á tveim listum, í Reykjavík.

  Og flóttinn er hafinn þar með! Aðeins rúmlega þúsund manns hafa skráð sig sem vinveitta á heimasíðunni xlvaktin.is, þar sem örfáir hafa enn tjáð sig og eru aðallega ekki hrifnir af fyrstu skrefum við mótun framboða - og hóta úrsögnum. Vaktin er strax komin í öndunarvél ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband