Föstudagur, 26. ágúst 2016
ÆÐIBUNUGANGUR
Ég legg leiðir mínar víða akandi á hverjum degi, upphaf hverrar ferðar er í Þverbrekku í Kópavogi. En leiðirnar liggja um allt höfuðborgarsvæðið. Á helstu umferðaræðum er kappakstur á öllum álagstímum, nema allt sé stíflað. Margir keppendur eru ekki hæfir til þess að stunda þetta óskynsamlega athæfi í almennri umferð.
Þegar 8 bílar lenda hver aftan á öðrum við Kópavogsgjána og það klukkan 8 um morgun, í góðri morgunbirtu, er engu um að kenna nema æðibunugangi viðkomandi ökumanna. Þeir ættu að mínu mati að fara í endurhæfingu til þess að læra háskaminni borgarakstur. Þess vegna að taka próf til ökuleyfis á ný, er það ekki bara?
Átta bílar í árekstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Halldór Egill Guðnason, 27.8.2016 kl. 12:53
Eða kanski ætti að banna þessu fólki að keyra fyrir hádegi, svo að það sé vel vaknað áður en það sest undir stýri.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 27.8.2016 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.