Fimmtudagur, 18. ágúst 2016
TILGANGURINN
Það er alltaf áhugavert þegar fréttist af áhuga borgaryfirvalda á vörinni, sem kemur af og til eins og hiksti eða andvarp en lítið meira. Alla vega lítur vörin álíka út núna og í mörg undanfarin ár, skúrarnir og einhverjir munir við þá á róli haltir og skakkir.
Er einhver tilgangur ætlaður með því að halda þessu svona - eða með því að endurbyggja skúrana með trönum og tilheyrandi á þessum bletti við Ægisíðuna? Eða er ætlunin að þetta verði áfram eins eða endurbyggt sem leikmynd úr fjarska, án innihalds og aðgangs?
Hægt að endurgera Grímsstaðavör fallega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.