HVAÐ ER NÚ Í GANGI?

  Þetta má vera göfug hugsjón í draumheimum. Tillagan vekur margar spurningar. Af hverju fóru allar þessar jarðir og eru í eyði eða ekki setnar fólki? Eru þær í tengslum við eitthvað af því sem þarf til að lifa á búskap í nútíma þjóðfélagi?

  Líklega má nýta einhverjar jarðir, eina og eina eða fleiri saman, til þess að dikta nýja ævintýrakosti fyrir ferðamenn. En hvort sem er búskapur eða ferðaþjónusta, er varla ókeypis að slá upp slíkum rekstri á eyðibýlum, hvað þá sem borgar sig!

  Við lestur tillögunnar um tilefni hennar og markmið, má helst ímynda sér að smiðir hennar hafi dulræna hæfileika, sem ég hef ekki. Þess vegna spyr ég: Hvað er nú í gangi? 


mbl.is Ríkisjarðir verði teknar í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband