Laugardagur, 1. ágúst 2015
HVAÐ VERÐUR UM VIÐSKIPAVIN 51?
Þessi kynningaraðferð kann að hafa eitthvert gildi. Alla vega fær hún pláss sem frétt. En hvað hugsar viðskiptavinur 51? Og þeir sem koma á eftir honum? Hverfa þeir ekki vonsviknir frá og koma aldrei aftur? Kleinuhringir fást jú út um allt.
Ég er ekki mikill spámaður, en fylgist þokkalega með. Þessi markaður sem Dunkin' Donuts ætlar að fóta sig á er tæplega mjög stór út af fyrir sig hér á landi. Ég efast um að þetta verði meira en fremur stutt ævintýri. En vona að spá mín rætist ekki.
Fyrirtækið hefur jú skuldbundið sig til þess að lifa í minnst ár og gefa 50 kassa af kleinuhringjum í hverri viku. Þetta gera jú 2.600 kassar. En þá er spurningin: Hvað er í kassanum? Alla vega tveir hringir minnst ... eða hvað? Ódýrar pælingar ...
Gefa fyrstu 50 viðskiptavinunum ársbirgðir af kleinuhringjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.