Svanur S. Svansson er týndur

  Nýfæddur Svanur Svandísar- og Svansson, sonur álftaparsins þekkta á Bakkatjörn er týndur. Hann birtist á sundi með foreldrunum á sunnudaginn var, 31. maí. Síðast í gærmorgun sá ég parið með afkvæmið á einhverjum villigötum í sefi vestast í tjörninni, við bakkann. En síðan ekki söguna meir. Nú eru hjúin ein, en láta eins og ekkert hafi í skorist.

  Svo er ekki víst að unginn hafi verið karlkyns og hafi því í rauninni fæðst sem Svandís S. Svansdóttir. En það býttar engu. Unginn er týndur.

  Ég hef fylgst með fuglalífinu á og við Bakkatjörn og víðar við líkar aðstæður örugglega alla æfi Svandísar. Ekki sem sérstakur fuglaskoðari og án nokkurrar þekkingar á fuglategundum. Les mér til ef ástæður kalla eða hef samband við Náttúrustofu Kópavogs sem lítur eftir vötnunum kring um Reykjavík og fuglunum þar með. Það hefur ýmislegt drifið á dagana hjá frú Svandísi. Og ef nýjasti unginn er týndur, er það ekki í fyrsta sinn.

  Erindi mín eru að njóta náttúrunnar, sem ég móta í mínum römmum, kynna afkomendum mínum þetta nærlíf við fugla og fiska á meðan afkomendurnir eru nógu ungir til þess að gleypa við þessum áhuga mínum, og ennþá til í að gefa bíbí brauð eða veiða hornsíli eins og fuglarnir.


mbl.is Hvar er ungi Svandísar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband