ÞÁGUFALLIÐ SKEMMIR

   Þetta er greinilega strákur sem stendur fyrir sínu. En ég er ósáttur við það sem haft er eftir móður hans, "honum langar", "langar honum".


mbl.is Tíu ára og eldar fyrir fimmtán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmir hvað?

Þágufallshneigð er breytileg eftir landshlutum. Það sem fólk ætti að vera ósátt við er menntastefna fortíðarinnar hér á landi sem leiddi til þess að margir halda að tungumálið hafi verið skrifað í steininn af fornum víkingasérfærðingum.  Þágufallshneigð var sérlega algeng á vestfjörðum langt aftur í aldir en var minna algeng á suðurlandi.

Grágás er eitt grundvallar fornfræðirit íslandssögunnar. Það er uppfullt af svokallaðri "þágufallssýki", en merkilegt nokk, sérfræðingar telja að það hafi verið ritað af presti á vestfjörðum. Árið 12 hundruð og súrkál þá hefur þágufallssýki líklega ekki heitið eitt eða neitt nema ópraktísk smámunasemi.

  http://is.wikipedia.org/wiki/Gr%C3%A1g%C3%A1s

En tökum tungumálið til hliðsjónar við önnur mál. Sérð þú fyrir þér að norður englendingar eða skotar væru sáttir við svona íhlutun og smámunasemi um eitthvað sem sannanlega hefur verið hluti (minni-hluti) af tungumálinu í marga aldir. Lesa hér t.d. http://www.bl.uk/learning/langlit/sounds/regional-voices/grammatical-variation/

kv,

Jonsi.

Jonsi (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 13:08

2 identicon

Sammála, hef lesið margar fræðigreinar sem upplýsa einmitt þessa málvillu, þ.e. málvillu þeirra sem veifa þágufallssýki. Íslenskir málvísindamenn voru löngu komnir með þetta á hreint fyrir áratugum síðan, en einhverra hluta vegna er grunnskóla og menntaskólakerfið enn að hamast á þessari svokölluðu villu. Farið að vera hlægilegt vandamál í augum málvísindamanna, eflaust búnir að gefast upp á því að benda gömlum kennurum úr kennó á þetta.

Hér er skemmtilegt lesefni um málið, gamlir fyrirlestrar í málvísindum eftir Eirík Rögnvaldsson,

  https://notendur.hi.is/eirikur/almmalv.pdf

Hann tekur þetta og margt annað nokkuð vel saman, t.d. á bls. 20.

Einar (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband