Færsluflokkur: Dægurmál
Sunnudagur, 5. apríl 2015
LÖGGAN EÐA MOGGINN ÁTTAVILLT?
Ef ég man rétt snýr Reykjanesbrautin í norður/suður, svona aðallega. Við álverið er hún tvískipt svo að það hefur þurft að vanda sig til þess að keyra saman. Það gæti verið frétt um hvernig bílstjórunum tókst þetta.
Svo er það fáránlegt uppátæki prentmiðlanna að birta í sífellu myndir af einhverju sem "tengist ekki fréttinni beint". Eins og í þessu tilviki í Straumsvík þar sem birt er mynd af lögreglubílum í bílaporti.
Það vantaði raunar í þessu dæmi athugasemdina um fjarveru myndarinnar frá fréttinni. Þetta háttalag er algerlega fáránlegt - jafnvel saknæmt, þegar "skýringuna" vantar.
Árekstur við álverið í Straumsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. mars 2015
ÉG ER Í LOSTI
Þetta eru engin smátíðindi. En hvað er að fréta af Eik?
Skildi hann við hana, hún við hann, eða skildu þau bara?
Er Miriam í alvöru sú heppna?
Hver getur staðfest það, núna?
Heiðar Helguson genginn út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2015
ÞÁGUFALLIÐ SKEMMIR
Þetta er greinilega strákur sem stendur fyrir sínu. En ég er ósáttur við það sem haft er eftir móður hans, "honum langar", "langar honum".
Tíu ára og eldar fyrir fimmtán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 15. desember 2014
GAGNLEGAR EFTIRLÍKINGAR
Ætli Davíð hafi vitað af þessu?
Nú hafa þessi húsögn verið í friði og notuð í meira en 20 ár. Þá villist inn maður sem fullyrðir að þau séu eftirlíkingar. Það er látið gott heita og öllu saman hent. Ég trúi því raunar rétt mátulega að þeim hafi verið hent í alvöru.
En hvað sem öllu líður var kominn tími á endurnýjun, enda hljóta stólar og sófar á sjálfum Ráðhússkontórnum að hafa lifað sinn fífil fegurri eftir 22 ár. Nú man ég ekki hvernig þessar meintu falsanir litu út, þótt ég hafi snert þær.
Það segir að mér hafi ekki þótt þessi húsgögn merkilegri en svo. Ég er alveg pottþéttur á að ég sá þau ekki merkt Cassina eða neinu merki yfirleitt. Þetta voru bara sæti á kontór og ég minnist ekki að þau hafi verið sérlega þægileg.
Sem sagt enn einn stormurinn í enn einu vatnsglasinu!
Borgin fargar húsgögnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. desember 2014
LYGI? HVER ER ÞÁ SANNLEIKURINN?
Læknirinn fjallar um lygi. En fer undan í flækmingi að upplýsa um það sem hann telur rétt og satt. Okkur almenning hefur einmitt vantað upplýsingar um hvað þessi deila snýst, af því að læknar beita þeirri stórundarlegu hertækni að búa um sig í kafbáti og koma ekki upp á yfirborðið.
Áróðursmaskína stjórnvalda í gang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. nóvember 2014
OG HVERT ER SVO TRÉÐ?
Óslóartéð! 12.5 metrar. Fellt í Östmarka í dag! Bara svona rúmlega hrísla. Jafningjar þess hér kíma! Á myndunum eru stofn og kallar. Ekkert tré. Síðan verður einhverju grenitré spýtt upp úr Eimskip eða Samskip í Sundahöfn og tindátum Dags á borgarpallbílnum falið að koma kvikindinu í holu á Austurvelli og vefja það víravirki með gömlu perunum. Haleljúa.
Reykjavíkurtréð fellt í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 13. október 2014
EFTIRLIT ÚR LAUNSÁTRI
Ellefu óku of hratt á Borgarholtsbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 16. september 2014
GERSEMI JÓNASAR
Þegar DV-málið var að komast á flug, lýsti Jónas Kristjánsson ritstjóri DV á sínum tíma því að Reynir Traustason væri þjóðargersemi. En þess ber að geta að Reynir er einn af þeim lærlingum Jónasar, sem tóku mark á þeim gamla. Og það svo að hljóta þessa heiðursnafnbót.
En það hljóta fleiri nafnbætur hjá Jónasi. Hann skrifar daglega á eigin vefsíðu stutta pistla og atyrðir þar hina og þessa, en í sérstöku uppáhaldi hjá honum eru einstaklingar sem hann kallar sífellt bófa og samtök sem hann kallar bófaflokka. Þetta er svei mér uppbyggilegt!
Staða Reynis er út af fyrir sig raunaleg, eins og hann lýsir henni sjálfur fram og til baka. Og Jónasi líður meinilla í þessu þjóðfélagi, sem hefur að mati hans sjálfs siglt í óefni þrátt fyrir mörg þúsund leiðara hans og pistla í hálfa öld. Og ekki er hann bófi, eða hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 30. júní 2014
SUMIR ÓLÆSIR, AÐRIR ROMSA
Mikið er gert úr því að samkvæmt einhverri mælingu séu mörg fermingarbörn ólæs, einkum strákar. Þetta er auðvitað afleitt, aðallega fyrir þau sem svona er komið fyrir og hlýtur að vefjast fyrir þeim í framtíðinni. Ég þekki þó til þess að sextugt fólk má heita ólæst, jafnvel á eigin texta, en talar samt vikulega í útvarp. Með þessum augljósu annmörkum. Raunar man ég bara eftir einum í augnablikinu. Verst er þegar hann hrekkur í romsið þar á ofan.
En það er mikið af romsurum sem tjá sig að staðaldri opinberlega, þeir eru í ýmsum hlutverkum, en eiga það sameiginlegt að hafa ekki lært eða tamið sér að tjá sig og tala skilmerkilega og þá skiljanlega. Þetta fólk er þreytandi í mín eyru en sumt hefur þó náð sætum í pólitík og fjölmiðlun.
Það vantar sem sagt verulega upp á árangursríka kennslu í lestri og taltjáningu í íslenska menntakerfinu. Mér hefur iðulega þótt það pínlegt að sjá og hlusta á tilraunir í ljósvakamiðlum til þess að tala við unglingana fyrirvaralaust. Mörgum vefst tunga um tönn og aðrir apa hver eftir öðrum. En vissulega eru undantekningar sem sanna að það er hægt að gera betur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 7. júní 2014
SLEPPTI FLAKINU!
Ég gagnrýndi fyrirhugaða veiðiferð Sigmundar Davíðs og Bjarna í Norðurá. Sölustjóri veiðileyfanna kynnti þá félaga til veiða frá opnun fram á miðjan næsta dag, sem sagt að þeir hefðu þegið boð í veglega veiðiferð í Norðurá.
Fleiri gagnrýndu þessa ósvinnu. Næst gerist það hægt og hægt að þessi veiðiferð er orðin að viðveru við opnun árinnar milli sjö og átta eða svo, til þess að styðja veiðibændur við að selja veiðileyfin. Sem voru nær uppseld!
Þar næst brestur á sýning í sjónvarpsfréttum, Bjarna dugði korter, en Sigmundur Davíð sýndi enga takta og varð ekki var. Vonbrigði hans voru mikil þegar Bjarni sleppti feng þeirra og þar með báðum flökunum!
Annars snýst þessi uppákoma ekkert um lax eða afsakanir. Báðir þeir Sigmundur og Bjarni lýstu undrun sinni á gagnrýni á ferðalag þeirra, sem var upphaflega þetta og endanlega hitt. Það skortir á sjálfsvirðingu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)