GAGNLEGAR EFTIRLÍKINGAR

  Ætli Davíð hafi vitað af þessu?

  Nú hafa þessi húsögn verið í friði og notuð í meira en 20 ár. Þá villist inn maður sem fullyrðir að þau séu eftirlíkingar. Það er látið gott heita og öllu saman hent. Ég trúi því raunar rétt mátulega að þeim hafi verið hent í alvöru.

  En hvað sem öllu líður var kominn tími á endurnýjun, enda hljóta stólar og sófar á sjálfum Ráðhússkontórnum að hafa lifað sinn fífil fegurri eftir 22 ár. Nú man ég ekki hvernig þessar meintu falsanir litu út, þótt ég hafi snert þær.

  Það segir að mér hafi ekki þótt þessi húsgögn merkilegri en svo. Ég er alveg pottþéttur á að ég sá þau ekki merkt Cassina eða neinu merki yfirleitt. Þetta voru bara sæti á kontór og ég minnist ekki að þau hafi verið sérlega þægileg.

  Sem sagt enn einn stormurinn í enn einu vatnsglasinu!


mbl.is Borgin fargar húsgögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband