FRAMSÓKN Á FLIPPI

  Allir sem eru læsir og fylgjast þokkalega með vita að kosningaloforð Framsóknarflokksins um stórfelldar lækkanir húsnæðisskulda er tóm tjara. Það er vísað á uppgjör vegna snjóhengju, sem enginn veit hvenær fellur.

  Þetta er svo mikil della að ótrúlegt er að jafnvel framsóknarmenn leggi traust sitt á hana. Þeir sem Framsókn vill að borgi brúsann eru ekki á flótta frá hærri vöxtum en þeir fá annars staðar, þeim liggur ekkert á.

  Æ vesalings Framsókn, örfáum gagnast tilfæringarnar sem hún leggur til, ef hreinlega nokkrum þegar á hólminn kemur og dæmið verður gert upp. En það sem er í gangi er sem sagt að Framsókn er á flippi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband