YFIRVEGUÐ AÐGERÐ?

  Myndbandið sýnir fyrst konuna sýna óljósa tilburði gagnvart stórum lögreglubíl með þrem lögreglumönnum innanborðs. Bíllinn er ekki með blá blikkandi ljós né með sírenu á. Einhver samskipti eiga sér stað og bílnum er þokað áfram. Það líkar konunni greinilega ekki. Síðan gengur hún að bílstjóraglugganum þegar bíllinn stendur aftur kyrr. Hvað þar gerist sést ekki en nú er sagt að hún hafi hrækt á bílstjórann, sem bregst við með handtöku eins og myndbandið sýnir.

  Þetta gerist ekki í einu vetfangi, en engum lögreglumanninum dettur í hug að fara út til þess að tala við konuna og reyna að tala hana til. Þess i stað er bílnum otað að henni. Ég kann ekki skil á þessari handtökuaðferð, sem formaður Landssambands lögreglumanna telur viðurkennda. Í mínum augum er aðalatriðið hvað þrír lögreglumenn í stórum lögreglubíl ganga langt gegn konu illa á sig kominni án þess að gera tilraun til þess að lempa málið, en láta bílinn tala. Er þetta yfirveguð aðgerð?


mbl.is Beitti viðurkenndri handtökuaðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Á FB fékk ég: Ólafur Ingi Hrólfsson NH - þú berð sakir á lögregluna. Bendi þér vinsamlegast á að það varðar við lög að bera rangar sakir á fólk á opinberum vettvangi. Það gildir um áburð á lögregluna sem og aðra.

Njörður Helgason, 9.7.2013 kl. 14:32

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Ég er svolítið hissa á viðbrögðum af myndum sem þessum,lögreglumenn/konur eru hikstalaust hengd út fyrir verk sín og nánast alveg sama hvað er í gangi,alltaf lögreglunni að kenna,kanske hafi lögreglumaðurinn og félagar ættlað að sneiða hjá því að þurfa að handtaka konuna eða eiga við hana frekari viðskipti,neyðarljós og sýrena eru til notkunnar í forgangi og neyð,sem er ekki til staðar þarna,Á lögreglumaðurinn bara að taka því að það sé hrækt framan í hann af drukkinni manneskju.

Svo er það svolítið skrítið að gerendur,Þeir sem valda því með framkomu sinni og hegðun að kallar á afskipti lögreglu,,eru nánast alltaf saklausir þegar þeir segja frá og allt yfirvöldum að kenna.

Hættum að dæma svona harkalega aðra,gætum nefnilega orðið fyrir því sjálf.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 9.7.2013 kl. 14:40

3 Smámynd: Njörður Helgason

Gaman að rifja upp viðbrögð Geir Jóns í svona málum.

Njörður Helgason, 9.7.2013 kl. 14:49

4 identicon

Sigurlaugur Þorsteinsson þeir nota bílinn til að ýta við manneskjunni sem er náttúrulega ekki rétt að gera.  Eftir því sem ég bezt veit þá er ekki heimilt að vera áberandi ölvaður á almannafæri sem þýðir að lögreglan hefði átt að stöðva bílinn og ræða við konuna.  Einnig skilst mér að ákveðin sjúkdómaköst geti litið út fyrir áhorfenda eins og viðkomandi sé drukkin.  Fyrir utan það að almenn skynsemi og virðing fyrir samborgurum þýðir það að flestir hefðu líklega stigið út úr bifreið sinni og athugað með konuna þar sem hún sat á veginum.  Og fyrir mig persónulega ef að lögregla þarf einhvern tíma að handtaka mig eða aðra eylenska ríkisborgara og beittir þessari aðferð við það þá verður það flokkað sem líkamsárás og verður kært fyrir eylenskum dómstólum

Eyland (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 14:50

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Auðvitað áttu þeir að fara út úr bílnum, og handtaka manneskjuna strax, blindfull á almanna færi, það er að brjóta lög.

Hjörtur Herbertsson, 9.7.2013 kl. 14:53

6 identicon

Fannst þetta athyglisvert. Frá USA um hvernig er ákvarðað hvort handtaka hafi notað of mikið ofbeldi. Miðað við þetta þá held ég að þetta myndband sýni að lögreglan fór langt fram yfir hvað hefði þurft til vegna handtöku og þeim glæp sem var framið.

In determining whether the officer[s] used excessive force in this case, consider all of the circumstances known to the officer[s] on the scene, including:

1. The severity of the crime or other circumstances to which the officer[s] [was] [were] responding;
2. Whether the plaintiff posed an immediate threat to the safety of the officer[s] or to others;
3. Whether the plaintiff was actively resisting arrest or attempting to evade arrest by flight;
4. The amount of time and any changing circumstances during which the officer had to determine the type and amount of force that appeared to be necessary;
5. The type and amount of force used;
[6. The availability of alternative methods [to take the plaintiff into custody] [to subdue the plaintiff;]

Guðmundur (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 15:11

7 Smámynd: corvus corax

Viðurkennd handtökuaðferð norsku lögreglunnar? Djöfuls kjaftæði. Að henda konunni á bekkinn, draga hana síðan eftir götunni og beita miklu ofbeldi við að handjárna hana er örugglega ekki norsk aðferð eða aðferð annarra siðaðra þjóða yfirleitt. Þetta er aðferð hrotta og skítseiða til að sýna vald sitt, niðurlægja og meiða en það er ekki að sjá af myndbandinu að konan hafi sýnt mótþróa við handtökuna. Enda er rokið í hana með slíkum látum að hún hefur örugglega ekki verið búin að fatta hvað var að gerast fyrr en hún lá í götunni, handjárnuð fyrir aftan bak og með hné og líkamsþyngd yfir 100 kílóa hrotta á bakinu. Viðurkennd aðferð kannski við þá sem berjast á móti af fullu afli en ekki við sauðdrukkna konu sem áttar sig ekki einu sinni á því að verið er að handtaka hana. Þessi mannaumingi á ekki heima í lögreglunni, svo mikið er víst.

corvus corax, 9.7.2013 kl. 15:47

8 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Ég er búinn að horfa á myndbandið nokkrum sinnum, ég einfaldlega get ekki túlkað þessa handtöku sem "ofbeldi". Það er auðvitað óheppilegt að viðkomandi lenti á bekknum, en ég er handviss um að það var ekki viljaverk af hendi lögreglumannsins. Handtakan sjálf tekur síðan nokkrar sekúndur, það er nákvæmlega ekkert óeðlilegt sem fer þarna fram. Mér finnst það bara óendanlega fyndið hvað bloggarar og aðrir fésbókar sérfræðingar ætlast til þess að lögreglan rétti fólki handjárnin og biðji þau vinsamlegast um að að setja þau á sig, svona fara handtökur fram, þannig er það bara.

Svo er hægt að pæla endalaust í því hvað hún er að gera þarna og hvað fer þarna fram milli þeirra, við einfaldlega vitum það ekki.

Gunnsteinn Þórisson, 9.7.2013 kl. 15:50

9 identicon

Manneskjan er svo sauðdrukkin að það hefði verið einfalt mál að leiða hana inn í bílinn. Ákæran kemur á eftir. Maður skyrpir ekki á fólk.

Hitt er annað mál, ef þessir menn hafa einhverja menntun, þá eiga þeir að vita að meðferðin á konunni liggjandi í götunni er lífshættuleg og hefur kostað fólk lífið.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 16:15

10 identicon

Hah! Vá hvað þú last ekki þessi grein áður en þú kommentaðir. Þú gefur þér bara aðra hverja forsendu!

Tómas (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 16:20

11 identicon

Fyrst notar þessi vanhæfa lögga bílinn til að stugga við konunni, keyrir utan í hana og hrindir henni með hliðarspeglinum.

Þetta er án vafa að minnsta kosti refsivert umferðalagabrot að keyra utan í gangandi vegfaranda, og það viljandi.

Það var bara heppni að konan hrasaði ekki fyrir bílinn, eða að hann keyrði yfir tærnar á henni líka.

Þetta er fyrsta árásin á konuna og fyrsta lögbrotið.

Síðan eftir þetta, í stað þess að aka á brott, (konan ekki lengur fyrir) þá ákveður þessi sama lögga að lemja bílhurðinni í konuna.

Þetta er önnur tilefnislausa árásin á hana.

Ef fólki finnst eðlilegt að löggan reyðist að það sé hrækt á hana, hvað er þá annað en eðlilegt að konan reiðist við það að löggan keyri utan í hana, og lemji hurðinni svo í hana, algerlega að óþörfu?

Miðað við ölvunarástand konunnar finnst mér mun eðlilegra að hún reiðist, en alsgáð lögreglan sem kallaði reiði konunnar yfir sig með ótrúlegum vinnubrögðum á lögreglubílnum.

Síðan kemur þriðja líkamsárásin, þegar hann hendir henni á bakið á stálbekkinn, þarna hefði hún augljóslega getað slasast ílla.

En löggan var ekkert að velta því fyrir sér, heldur hendir henni á grúfu á jörðina, og dregur hana svo á öðrum handleggnum eftir götunni.

Rekur svo hnén í bæð bak og hnakka á meðan hann handjárnar hana.

Því næst hendir hann henni af þvílíku afli aftur í bílinn að konan lendir greinilega á andlitinu í bílnum, þar sem hendur voru festar aftur fyrir bak, og hinn lögregluþjónninn flýgur svo á eftir henni og lendir ofan á henni.

Maður var að vona að þetta væri einangrað tilfelli, og hefur ekki viljað dæma alla lögreglumenn út frá þessu eina dæmi.

En þegar svo aðrir lögreglumenn stíga fram, og formaður sambands lögreglumanna og reynir af fullri alvöru að verja þetta sem eðlileg vinnubrögð þá hefur maður stórar áhyggjur af viðhorfum þessara manna.

Hafi konan hrækt á lögreglumanninn, að þá er allavega ljóst að hann var tvívegis búinn að ráðast á hana áður, alsgáður á vakt.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 16:43

12 identicon

Þrír lögreglumenn/konur sem hafa hlotið þjálfun eiga að hafa þá reynslu og kunnáttu að geta handtekið eina manneskju án þess að hún hljóti skaða af.  Það er skylda lögreglunnar að sýna yfirvegun, og að nota rétt vinnubrögð. Að draga manneskju á einni hendi, yfir götuna, þegar hún (líklega) gæti hafa verið í annarlegu ástandi, er hreinlega svívirðilegt. Það að Landssambandið ætli að viðurkenna þessa "aðferð" er allveg út í hött.
Ég hef sjálf reynslu á að vinna inná heimilium fyrir ungt fólk, sem hafa erfiðleika með að stjórna skapi sýnu, og hafa tilhneigingu að hóta starfsmönnum með hnífum og meiðingum og einnig ráðast á starfsmenn. Ef að það eru enginn önnur úrræði önnur en að t.d. að afvopna manneksjuna, er það gert með þekktum aðferðum, sem eru hannaðar til að halda manneskju án þess hún hljóti skaða af. 
Án hlífðarfatna, og án þess að vera tveir metrar á hæð í "lögreglu formi".
(Ég er ung kona og er 160cm.)


"Á lögreglumaðurinn bara að taka því að það sé hrækt framan í hann af drukkinni manneskju. "
(ef að það gerðist ) Einfaldlega já!
Ef þú ákveður að sinna starfi sem lögreglumaður/kona, þá verðuru að átta þig á því að þú ert ekki persóna, þú ert starfsmaður lögreglunar, með völd og ábyrgð og þú munt vinna "með" fólki sem gæti verið í annarlegu ástandi, eða hefur líklega farið í gegnum ákveðið lífsferli, sem gæti hafið sett ákveðin svip á líf þeirra.

Þú verður að hafa umburðarlyndi og samúð ef þú ákveður að starfa sem "þjónn" samfélagsins.
Því það er ástæðan fyrir að við höfum lögregulufólk, til að vernda og hjálpa. Ekki til að henda fólki í götuna, inní bíl og uppá stöð að því þau voru að pirra þig. 

Takk fyrir innleggið Herbert Guðmundsson

Tinna (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 16:44

13 identicon

...Og að tala um að konan hafi "veist að lögreglumönnum" er auðvitað svo galið að það er sorglegt að mönnum skuli vera alvara með þessari fullyrðingu.

Eftir að lögreglan var búin að keyra utan í hana, og lemja hurðinni í hana var henni ekkert til fyristöðu að halda akstrinum áfram og láta konuna í friði.

Og þá hefði hún aldrei náð að hrækja á þá.

Sigurður (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 16:46

14 identicon

Vælukórinn í botni að venju! Bara gott að hann tók þessa viðbjóslegu kerllingu og setti í járn. Konan átti bara að drullast í burtu og hlíða. Hún gerði það ekki enn hrækir í augað á manninum og hann r með sýkingu eftir það! Fór konan á slysó? Nei hún fór ekki þangað og hlaut engan miska svo vitað sé. Hálvita blaður í ykkur hérna

ólafur (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 18:30

15 identicon

Ég skil ekki að nokkur maður geti borið í bætifláka fyrir þennan ofbeldisfulla lögreglumann. Hann missir stjórn á skapi sínu og ræðst að ofurölvi konu sem getur enga björg sér veitt. Einmitt vegna þess að hún var ofurölvuð og hefði ekki svo mikið sem getað sparkað í þennan mann hvað þá annað. Með öðrum orðum þessi kona var í þannig ástandi að hún gat ekki verið nokkrum til skaða nema þá sjálfri sér. Æ æ Ólafur, (nr. 14) aumingja maðurinn er með sýkingu eftir jafnvel ímyndaðan hráka. Það sést hvergi að konan hafi hrækt á lögreglumanninn frekar en hann hana. Þú segir að hún hafi ekki farið á slysadeild....hvernig veistu það? Hvernig á manneskja sem búið er að handtaka að koma sjálfri sér á slysadeild? Sennilega þekkir þú til þessa ofbeldismanns og getur kannski upplýst okkur hin um hvernig konan hafi það í dag? Viðbrögð formanns Landssamtaka lögreglumanna eru bæði honum sjálfum og landssamtökunum til skammar!

assa (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 19:13

16 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Kerlingarálftin átti þetta skilið, punktur. Hún getur sjálfri sér um kennt.

Guðmundur Pétursson, 9.7.2013 kl. 20:11

17 Smámynd: Björn Heiðdal

Því miður eru almennir lögreglumenn flestir í dag óhæfir sem lögregluþjónar.  En margir vel nothæfir sem heilalausir útkastarar á einhverjum sóðalegum skemmtistað.  Það bara fer engin lengur með fullu viti í lögregluna nema viðkomandi hafi áhuga á einhverju öðru en laununum.  Svona eins og barnaníðingar og sadistar sækja í kirkjur og barnastarf út um allan heim sækja hrottar og steratröll í íslensku lögregluna.    

Björn Heiðdal, 9.7.2013 kl. 21:20

18 Smámynd: Már Elíson

Ólafur þessi (nr. 14) hlýtur að vera viðurkenndur heimilisofbeldismaður og finnst það í lagi - miðað við ógeðskjaftinn

á honum. - Svona koma menn upp um sig, Ólafur. - Þetta hrotta ofbeldi finnst þér boðlegt inni á þínu heimili, eða hvað ? - Ég held það. Það skín í gegn. - Annars eru fleiri sjúkir hér í þessum commentum og ættu að skammast sín fyrir heimskuna sem þéir láta út úr sér. Ég segi bara eins og "assa"..."að bera í bætifláka"... fyrir svona rotna hrotta í lögreglunni er ákveðin heilaskemmd.

Góðar stundir.

Már Elíson, 9.7.2013 kl. 22:15

19 identicon

Björn Heiðdal, kirkjan á Íslandi var lengi athvarf fyrir barnaníðinga, enda var nú Óli Biskup barnaníðingur. En ég veit ekki hvort þetta er ennþá svona hjá kirkjunni; hitt er annað mál að gömlu vinnubrögð kirkjunnar eru ennþá í fullu gildi hjá lögreglunni í Reykjavík - Það ku vera í fínu lagi samkvæmt æðstu yfirmönnum að lögreglumenn séu reglulega sakaðir um að níðast á börnum, svo lengi sem meintar nauðganir voru utan vinnutíma. Þetta hlýtur að vera í fína lagi, enda "viðurkenndar aðferðir".

Einn heimildamanna DV segir áhugavert að bera meðferð máls umrædds lögreglumanns saman við málsmeðferð lögregluvarðstjóra á höfuðborgarsvæðinu sem í þrígang hefur verið kærður fyrir barnaníð. Sá var hvorki leystur undan vinnuskyldu né færður til í starfi á meðan málin voru til rannsóknar.

http://www.dv.is/frettir/2013/2/11/logga-fekk-langan-starfslokasamning/

Rannsókn Innra Eftirlitsins hefur ekki leitt í ljós hvort téðir yfirmenn séu veikir, siðblindir eða svona ofsalega heimskir(eða "all of the above"), eða hvort það sé yfirleitt í lagi með menn. Enda er ekkert slíkt eftirlit til, og engar rannsóknir. Nú virðast vera einhverjar gloppur í einhverjum lögum sem gera mönnum erfitt fyrir að reka meinta ofbeldismenn og barnaníðinga, en lögreglan virðist almennt séð ekki hafa áhyggjur af því; En mikið púður er sett í að auglýsa eftir rafbyssum, það er aðal málið - og auðvitað forvirkum heimildum til að fylgjast með öllum nema lögreglunni.

Símon (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 23:12

20 identicon

Ég er nú svo gáttaður á öllu þessu kjaftæði hér um þetta meinta harðræði lögreglumannsins?? Ef að þið sem hafið hæst hérna vegna þessa, hafið skoðað þetta blessaða myndband og skoðað það vel þá sést í 1 lagi að þessi sauðdrukkna stúlka gerði í því eins og hún mögulega gat GREINILEGA samkvæmt myndbandinu að hunsa allar fyrirskipanir lögreglunnar, sem henni er skyllt að gera í einu og öllu, og að lögreglumaðurinn/ mennirnir þau voru jú þrjú, hafi notað lögreglubílinn sem einhverskonar vopn á þessa út úr drukknu stúlku er þvílíkt kjaftæði að það hálfa væri nóg, það var hún sem hékk fyrir framan lögreglubílinn svo hann komst ekki hænufet og síðan var það stúlkan aftur sem gekk utan í lögreglubílinn sem varð til þess að spegillinn lagðist að hurðinni, enn eftir þetta sýnist hún vera á tali við lögreglumennina og hefur sennilega þá spýtt þessum hráka "í andlit lögreglumannsins" ég gat ekki betur lesið enn að mbl.is segðist vera búið að fá það staðfest að þessi viðbjóðslegi hráki frá þessari stúlku hafi lent í auga lögreglumannsins, svo að hann fékk sýkingu í auga, ef rétt er þarf þá nokkuð meira til, þetta voru hárrétt viðbrögð af hálfu lögreglumannsins þó svo að þau sýnist vera harkaleg á myndbandinu, en þegar að það er verið að handtaka svona dauðadrukkna stúlku eða út úr dópaða? Þá þýðir ekkert annað enn að sýna henni hvar "Davíð" keypti ölið, því við hverju var hægt að búast frá henni? Og einhversstaðar segir einhver að hún hafi flogið inn í lögreglubílinn er þeir settu hana inn í bílinn og skollið með andlitið í gólfinu, ég sé ekki betur enn að lögreglumaðurinn fari með henni inn í bílinn og haldi við hana einmitt til þess að það myndi ekki ske?? Enn ég er ekki með röngenaugu svo að ég sé ekki nákvæmlega hvernig hún lenti, enn í fljótu bragði get ég ekki betur séð enn að þeir hafi fylgd henni inn í lögreglubílinn og passað einmitt upp á það að hún skylli ekki með andlitið í gólfinu í bílnum!

Svo held ég að menn ættu að láta af því að vera með allar þessar svívirðingar í garð lögreglunnar í þessu tilfelli að minnsta kosti!!!  Og ég ætla bara rétt að vona að lögreglustjóri endurskoði þessa ákvörðun sína, eða í það minnsta að láta það rétta í málinu koma fram!!

Og verið nú góð hvort við annað, verið hress-ekkert stress-bless bless!!!!

Pálmar Smári Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 02:12

21 identicon

Sæll.

Ég sé bara ekki hvar vandinn liggur. Ég sé bara ekkert harðræði. Hvar er vandinn? Ef um harðræði væri að ræða sæi að þessari fyllibyttu.

Tek undir með nr. 20 hér að ofan.

Mér finnst lélegt hjá lögreglustjóra að setja þennan lögreglumann í leyfi, það er ekkert að þessari handtöku. Lögreglustjóri og ríkissaksóknari eiga ekki að fara í einhverja vinsældakeppni. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem þessi lögreglustjóri gerir slíkt :-(

Helgi (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 07:38

22 Smámynd: Óskar

Prufið að hrækja framan í lögreglumann í USA eða bara hvar sem er í heiminum og athugið hvort þið fáið skárri viðtökur en þetta. Ég efa það! Sumir þurfa bara að læra að bera virðingu fyrir fólki sem er að vinna vinnuna sína innan um þessa vitleysinga um helgar i miðbænum. Þessi þurfti að læra það "the hard way". Sorrý , hef nákvæmlega enga samúð með þessari konu, hún vann fullkomlega fyrir þessu.

Óskar, 10.7.2013 kl. 10:43

23 identicon

sorglegt að fólki finnst þetta vera eðlileg meðferð lögreglunar á stúlkunni...

og það eru þrír lögreglumenn þarna sem mér finnst allir jafn sekir...

hvernig hefði þetta myndband litið út ef lögreglumaðurinn hefði verið með rafbyssu á sér.

drési (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 22:09

24 identicon

Þessa umræddu konu kannast ég við og hún er langt frá því að vera ógæfukona.

Þegar myndbandið byrjar er hún nýdottin í götuna á leið heim til sín með 2 bjóra í poka. Hún er á hælum, vissulega of drukkin, en er á beinni leið heim til sín.

Lögreglan sér hana detta án nokkurs vafa. Það er afar einkennilegt að hjálpa ekki manneskju í svona aðstæðum, sér í lagi á göngugötu og hvað þá þegar þú átt að kallast lögregluþjónn.

Síðan segir hún „hvað gerði ég“ og „á ég að fara þarna?“ þegar hún reynir að staulast frá bílnum (á göngugötunni) á hælum, nýbúin að detta (hún hefði þess vegna getað verið á rohypnol).

Þá endurtek ég orð Sigurðar:

Fyrst notar þessi vanhæfa lögga bílinn til að stugga við konunni, keyrir utan í hana og hrindir henni með hliðarspeglinum.

Þetta er án vafa að minnsta kosti refsivert umferðalagabrot að keyra utan í gangandi vegfaranda, og það viljandi.

Það var bara heppni að konan hrasaði ekki fyrir bílinn, eða að hann keyrði yfir tærnar á henni líka.

Þetta er fyrsta árásin á konuna og fyrsta lögbrotið.

Síðan eftir þetta, í stað þess að aka á brott, (konan ekki lengur fyrir) þá ákveður þessi sama lögga að lemja bílhurðinni í konuna.

Þetta er önnur tilefnislausa árásin á hana.

Ef fólki finnst eðlilegt að löggan reyðist að það sé hrækt á hana, hvað er þá annað en eðlilegt að konan reiðist við það að löggan keyri utan í hana, og lemji hurðinni svo í hana, algerlega að óþörfu?

Miðað við ölvunarástand konunnar finnst mér mun eðlilegra að hún reiðist, en alsgáð lögreglan sem kallaði reiði konunnar yfir sig með ótrúlegum vinnubrögðum á lögreglubílnum.

Síðan kemur þriðja líkamsárásin, þegar hann hendir henni á bakið á stálbekkinn, þarna hefði hún augljóslega getað slasast ílla.

En löggan var ekkert að velta því fyrir sér, heldur hendir henni á grúfu á jörðina, og dregur hana svo á öðrum handleggnum eftir götunni.

Rekur svo hnén í bæð bak og hnakka á meðan hann handjárnar hana.

Því næst hendir hann henni af þvílíku afli aftur í bílinn að konan lendir greinilega á andlitinu í bílnum, þar sem hendur voru festar aftur fyrir bak, og hinn lögregluþjónninn flýgur svo á eftir henni og lendir ofan á henni.

Maður var að vona að þetta væri einangrað tilfelli, og hefur ekki viljað dæma alla lögreglumenn út frá þessu eina dæmi.

En þegar svo aðrir lögreglumenn stíga fram, og formaður sambands lögreglumanna og reynir af fullri alvöru að verja þetta sem eðlileg vinnubrögð þá hefur maður stórar áhyggjur af viðhorfum þessara manna.

Hafi konan hrækt á lögreglumanninn, að þá er allavega ljóst að hann var tvívegis búinn að ráðast á hana áður, alsgáður á vakt.

Björk (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 01:08

25 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir frábæra færslu Herbert.

Sigurður Haraldsson, 12.7.2013 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband