BJARNI Í NAUÐVÖRN EFTIR AXARSKAFTIÐ

  Það mætti halda að ég væri sérstakur áhugamaður um Bjarna Benediktsson núverandi formann Sjálfstæðisflokksins. En svo er ekki, ég hef hins vegar áhuga á gengi sjálfstæðisstefnunar, sem ég aðhylltist og bar fyrir brjósti fyrir og um sjöunda áratug síðustu aldar.

  Flokkurinn er kominn á flótta, í vörn, eftir landsfundinn um daginn, þegar Bjarni gaf ekki eftir formennskuna, þótt allar bjöllur klingdu á hann. Og svo fór stefna flokksins í handaskolum, er útvötnuð og ótrúverðug. Fylgið hrapar um fjórðung í könnunum, sem segir sína sögu.

  Þessa dagana er flokkurinn að verja miklu fé í auglýsingar í fjölmiðlum til þess að réttlæta sig í hugum kjósenda. En hefði átt að horfa á ókeypis fregnir dag eftir dag frá sigurvænlegri forystu með ferska vinda í seglunum. Þetta er dapurleg frammistaða og endar illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband