AFNEITUN BJARNA BEN

  Núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði itrekað fyrir helgina og landsfund flokksins, að hann ætlaði ekki að láta hrekja sig frá formennskunni. Bjarni Benediktsson er því miður ekki í miklum metum hjá kjósendum, ekki einu sinni í eigin flokki. Það er sama hversu ósanngjarnt honum finnst það að vera bendlaður við ófarir í fjármálum, hann hefur ekki verið á tánum að skýra sína hlið og farist óhönduglega hafi hann reynt það.

  Svo hélt hann þessa vonbrigðaræðu við setningu landsfundarins núna, með því að leggja flokksliðinu línurnar frá a til ö, tilkynna allar helstu áherslur fundarins fyrirfram. Þetta er gamla sagan í Sjálfstæðisflokknum, að forystan ræður sínum ráðum og tilkynnir landsfundi hvað hann eigi að blessa. Villist menn út af línunni og nái jafnvel að fá samþykktar breytingar eða ályktanir sem forystan er ósátt við, gerir hún ekkert með slíkt!

  Ég tala af reynslu og þekkingu til meira en hálfrar aldar. Bjarni er ekki að höndla hlutverk sitt sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Núna er hann að gæta eigin metnaðar á kostnað flokksins og þjóðarinnar. Það er augljóst.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband