Færsluflokkur: Matur og drykkur

HVAÐ VAR Í STAÐINN FYRIR KJÖTIÐ?

  Nú er búið að dæma tiltekið bökufyrirtæki úr leik. Það átti að vera 30% nautakjöt (líklega réttar nefnt nautgripakjöt) í hverri böku. En það reyndist ekkert kjöt vera í bökunum. Enginn upplýsir hvað var í staðinn í bökunum!

  Alltaf jafn fyndið að sjá og heyra Jóhannes Gunnarsson formann Neytendasamtakanna leggja dóm á tilfellið. Honum hefur tekist að halda sinni formennsku án þess nokkurn tíma að hafa skipt nokkru máli! 

  Og hvað var svo í bökunum sem átti að vera nautakjöt en var ekki einu sinni kjöt? Hvað höfum við neytendur verið að éta brúnleitt í bökunum Jóhannes, Jóhannes ...?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband